Spurt og svarað á vef SÍ vegna nýja GTK

Við upptöku nýja greiðsluþátttökukerfisins, hvernig á að meðhöndla reikninga með aðgerðardagsetningu fyrir 1. maí 2017?

Svar: Allir reikningar og leiðréttingar vegna verka sem unnin eru fyrir 1.5.2017 eiga að sendast inn með núverandi hætti. Þeir reikningar verða uppfærðir í núverandi greiðsluþátttökukerfi og greiðsluþátttakan leiðrétt miðað við reglurnar eins og þær eru í dag. Tekið verður tillit til greiðslna sjúkratryggðra 5 mánuði fyrir upptöku nýja greiðsluþátttökukerfisins. Allir reikningar frá 1. desember 2016 geta því haft áhrif á afsláttarstöðuna í nýja GTK.

 

 Hvernig á að skrá tilvísanir barna í reikinginn ?

Svar: Reglan er eftirfarandi:  Ef barn frá tveggja ára aldri er með tilvísun þá þarf að byrja á því að skrá númer tilvísunar (eða að lágmarki skrá tölustafurinn „1“ í tilvísunarsvæðið) í haus reiknings.  Ef barn er með tilvísun verður greiðsluþátttaka barnsins 0 kr., SÍ greiðir allan reikninginn.

Til bráðabirgða. Til 1. júní 2017 verður sérgreinalæknum heimilt að nota eldra form af reikningum, þar sem tilvísun. Þá er litið svo á að ef 0 er skráð í greiðslu barns hafi sérgreinalæknir undir höndum tilvísun sem hann þarf að geta lagt fram ef þess er óskað. Vegna þessa er óheimilt þegar gefinn er afsláttur að skrá 0 í greiðslu einstaklings, að lágmarki þarf að skrá 1 kr. í greiðslu barns.

 

Ef engin greiðsluþátttaka sjúkratryggðs er í reikningi má þá skila reikningi eftirá?

Svar: Almenna reglan er að allir reikningar þar sem sjúkratryggður er með greiðsluþátttöku skal afgreiða strax til SÍ. En ef engin greiðsluþátttaka sjúkratryggðs er í reikningi, t.d. efnisgjöld og rannsóknir, þá má í upphafi senda slíka reikninga inn eins og nú er gert eftirá innan mánaðar.

 

 

Þarf áfram að senda inn sér reikninga fyrir efnisgjöldum lækna?

Svar: Ef sami greiðslumóttakandi er á reikningi vegna efnisgjalda og læknisverks þá má útbúa einn reikning. En þar sem annað fyrirtæki gefur út reikninginn fyrir efniskostnaði þá er sendur inn sér reikningur fyrir efniskostnaði.

 

 

Hvernig á að að fara með reikninga þeirra sem ekki eru sjúkratryggðir, t.d. útlendinga?

Svar: VHÞ fá alltaf strax svar frá SÍ um hvort einstaklingur sé sjúkratryggður. VHÞ sendir reikning til SÍ ef viðkomandi á rétt á heilbrigðisþjónustu á Íslandi, í samræmi við lög og reglugerðir. Slíka reikninga sendir VHÞ til SÍ eins og nú er gert í sér bunka, ásamt fylgigögnum. Síðar verður útfærð lausn sem gefur möguleika á að senda reikninga vegna ósjúkratryggðra einstaklinga rafrænt og í rauntíma til SÍ.

 

Ef VHÞ gefur afslátt hvernig er farið með hann í reikningi í B2B samskiptum?

Svar: VHÞ getur gefið sjúkratryggðum afslátt af allri fjárhæð hans. Afslátturinn dregst fyrst frá hlut sjúkratryggðs. Afsláttarfjárhæðin er skráður í vistaskjal í svæði afslvidbotsjuklings. Sjá skýringar á http://www.sjukra.is/media/skjol/skema-vistaskajl-reikningar.pdf.

 

Ef VHÞ hefur sett greiðsluhlut sjúkratryggðs í innheimtu og sjúkratryggður greiðir ekki, hvað á VHÞ að gera í samskiptum við SÍ í B2B samskiptum?

Svar: Ef VHÞ telur að það þurfi að lagfæra reikning hvort sem það er vegna rangrar skráningar eða leiðréttinga á greiðslu einstaklings þá er reikningur bakfærður, sbr. lýsingu á vef, liður 4.5 http://www.sjukra.is/media/skjol/Vefthjonustur+almennar-lysingar-a-vefthjonustum-a-milli-SI-og-VHTh.pdf. Ef reikningur þar sem ekki næst að innheimta greiðsluhlut einstaklings er eldri en 6 mánaða þá á ekki að senda bakfærslu til SÍ.

 

Mega VHÞ velja hvort þeir sendi reikninga til SÍ?

Svar: VHÞ eiga að senda alla reikninga til SÍ sem tengjast greiðslum einstaklinga í nýja greiðsluþátttökukerfinu. VHÞ þurfa ekki að senda reikninga sem eru utan samnings og greiðsluþátttöku SÍ.

 

Geta margir VHÞ verið á sama reikning?

Svar: Nei, hver reikningur tengist einum VHÞ og fyrirtæki hans. SÍ athugar á hvaða samningi viðkomndi VHÞ er og svara skv. því.

 

Geta verið margir gjaldaliðir (taxtar) á reikningi, einnig gjaldaliðir sem eru fyrir utan samning?

Svar: Já, SÍ svara í samræmi við gjaldaliði sem eru í samningi og alla gjaldaliði sem koma fram í reglugerð þó að þeir tilheyri ekki GTK. Einnig  geta VHÞ óskað eftir því að gjaldaliðir verði skráðir hjá SÍ sem eru ekki innan samnings.

 

Þarf VHÞ að gera einhverjar ráðstafanir vegna þess hvar þjónusta er veitt  við gerð reiknings?

Svar: Já, VHÞ þarf alltaf að láta fylgja í skeytinu reiknalinur starfsstöðina þar sem þjónustann er veitt.  SÍ svarar þá skv. þeim samningi sem er við VHÞ tengt staðsetningu.  

 

Verða rannsóknir vel skilgreindar (sérstaklega blóðrannsóknir), þær geta tekið verðbreytingum eftir fjölda þátta sem skoðaðir eru?

Svar: Já, í svari SÍ við reiknalinur verður tekið tillit til þessara atriða í samræmi við samninga.


 


 

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica