Ríkisborgarar utan EES
Taka verður við öllum gildum ES kortum (nema íslenskum þegar viðkomandi er sannanlega ekki sjúkratryggður á Íslandi) og fara eftir sömu reglum og vegna ríkisborgara EES landa.
Ríkisborgarar EES eiga rétt á að fá heilbrigðisþjónustu, sem er nauðsynleg á meðan þeir dvelja hér á landi tímabundið, á sama verði og sjúkratryggðir einstaklingar hér á landi sbr. reglugerð nr. 1182/2013.
Þessum aðilum dugir að framvísa vegabréfi ásamt gildu ES-korti.
Koma til sérfræðilækna. Erlendir ferðamenn frá EES löndum geta sótt um endurgreiðslu á reikningum vegna komu til sérfræðilækna utan samnings til Sjúkratrygginga Íslands en þá þarf að fylgja fylgiskjal með reikningum fyrir einstaklinga sem njóta réttinda skv. milliríkjasamningum (DOC skjal): Einstaklingar geta einnig sótt um endurgreiðslu þegar heim er komið.
Athugið að ES-kort sem gefin eru út á Íslandi gilda ekki á Íslandi, þ.e. ef korthafi er ekki sjúkratryggður á Íslandi þá er íslenskt ES- kort viðkomandi ekki gilt. Ástæðan fyrir því er sú að kortið á að veita sönnun fyrir tryggingu viðkomandi í því landi sem kortið er frá. Þegar einstaklingur er skráður ósjúkratryggður í kerfinu þá er kortið ekki lengur í gildi, sbr. notendaskilmála kortsins.
Sjúkratryggingar Íslands ítreka að ávallt þarf að taka afrit af báðum hliðum ES kortsins og að ávallt sé tekið afrit af vegabréfi.