Hvaða þjónusta fellur undir ES kortið?

 

Öll þjónusta sem er nauðsynleg á meðan dvalið er tímabundið hér á landi fellur undir ES kortið. Undir þetta fellur:

  • Koma á heilsugæslu og bráðamóttöku vegna veikinda og slysa
  • Aðgerðir og lega á sjúkrahúsi í kjölfar skyndilegs veikinda og slysa. Athugið að ef um fyrirfram ákveðna meðferð er að ræða þarf að sækja um greiðsluheimild fyrirfram (E112) hjá tryggingastofnun í búsetulandi.
  • Mæðra- og ungbarnaeftirlit sem nauðsynlegt er miðað við tímabundna dvöl, athugið að ef tilgangur dvalar hér á landi er barnsfæðing þarf greiðsluheimild frá búsetulandi að liggja fyrir vegna mæðra- og ungbarnaeftirlits og fæðingar.
  • Koma til sérfræðilækna. Ferðamenn geta sótt um endurgreiðslu á reikningum vegna komu til sérfræðilækna utan samnings til Sjúkratrygginga Íslands en þá þarf að fylgja Fylgiblað vegna EES-borgara:.  Einstaklingar geta einnig sótt um endurgreiðslu þegar heim er komið.
  • Lyf. Ferðamenn eiga rétt á þeim lyfjum sem nauðsynleg eru á meðan dvalið er hér á landi tímabundið gegn framvísun nauðsynlegra skilríkja. Ferðamenn geta einnig óskað eftir endurgreiðslu á lyfjakostnaði í sínu heimalandi greiði þeir fullt verð hér á landi.
  • Þjónusta tannlækna er ekki endurgreidd hjá Sjúkratryggingum Íslands, ferðamenn skulu sækja um endurgreiðslu í sínu heimalandi.
  • Þjónusta sjúkraþjálfara. Hægt er að sækja um endurgreiðslu vegna þjónustu sjúkraþjálfara sem læknir telur nauðsynlega vegna tímabundinnar dvalar hér á landi. Athugið að einstaklingur getur einnig sótt um endurgreiðslu vegna þessa í sínu heimalandi.
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica