3. tölublað

 

Hvernig fæ ég aðgang að gáttinni?

Beiðni um aðgang skal skrá í nýskráningarglugga. Ef aðgangur er veittur eru upplýsingar sendar í heimabankann þinn/fyrirtækis. Þeir sem þegar hafa fengið aðgang skrá sig í innskráningarglugga.

Hin mörgu andlit Gagnagáttar

Aðgangur að Gagnagátt verður þríþættur þegar allir hlutar hennar verða komnir í notkun. Sá hluti gáttarinnar sem þegar hefur verið opnaður er svokallaður „viðskiptaaðgangur“ það er aðgangur að viðskiptatengdum skjölum s.s. um greiðslur SÍ til rekstaraðila og launamiðar. Þessi tegund aðgangs er veittur öllum sem eru í viðskiptum við SÍ.

Á árinu 20111 verður opnaður aðgangur heilbrigðisstarfsmanna þar sem þeir geta skilað inn umsóknum og vottorðum og öðrum gögnum sem tengjast réttindum sjúkratryggðra.

Þá er og stefnt að opnun réttindastaðfestingar sem er aðgangur fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að fá upplýsingar um réttindastöðu sjúkratryggðra í þeim tilgangi að geta ákvarðað rétta kostnaðarþátttöku þeirra í heilbrigðisþjónustu.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica