2. tölublað

Þann 9. september 2009 gaf umboðsmaður Alþingis álit (nr. 5002/2007)  þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið til staðar lagaheimild til töku gjalds fyrir dvöl á sjúkrahóteli en eitt slíkt var starfrækt á Íslandi, Fosshótel Lind á Rauðarárstíg.  Sjúkratryggingum Íslands hefur af því tilefni verið falið að endurgreiða þeim sem greiddu gjald þetta vegna dvalar á sjúkrahótelinu á tímabilinu september 2005 til september 2009. Endurgreiðslan er í samræmi við dvalarkostnaðinn sem var 800 kr. á sólarhring að viðbættum vöxtum.

Með lögum nr. 131/2009, um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, sem tóku gildi 18. desember 2009 hefur gjald þetta fengið viðhlítandi lagastoð. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica