Læknar senda rafrænt – við viljum meira!

Umsókn um lyfjaskírteini til Sjúkratrygginga Íslands var rafvædd á fyrri hluta árs. Rafrænum umsóknum hefur fjölgað mikið en betur má ef duga skal. Enn eru u.þ.b. 1100 umsóknir að berast SÍ á pappírsformi á mánuði.

Umsóknir um lyfjaskírteini sem berast SÍ frá læknum hafa aukist mikið síðustu misseri og eru nú um 1900 á mánuði. Þegar þessar tölur eru skoðaðar kemur í ljós að um 700-800 umsóknir eru sendar með rafrænum hætti í gegnum Sögukerfið. Á móti eru u.þ.b. 1100 umsóknir sem enn koma til Sjúkratrygginga á pappírsformi. Það er alltaf hægt að gera betur og leggur stofnunin mikla áherslu á að læknar sendi umsóknir um lyfjaskírteini á rafrænu formi í gegnum Sögukerfið.

Hver er ávinningurinn?

Ávinningurinn felst fyrst og fremst í styttri afreiðslutíma fyrir notendur lyfja að ótöldum vinnusparnaði og pappírsumsýslu fyrir lækna og starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands.

Lyfjaskírteini auka greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í lyfjum umfram almenna greiðsluþátttöku. Læknar sækja um lyfjaskírteini fyrir einstaklinga sem SÍ gefa út að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Frekari upplýsingar veitir lyfjadeild SÍ s. 515-0050, netfang lyfjadeild@sjukra.is

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica