Greiðsluskjöl SÍ rafræn frá 1. janúar 2011

Frá og með 1. janúar 2011 verða greiðsluskjöl frá SÍ til veitenda heilbrigðisþjónustu birt rafrænt í Gagnagátt (mínar síður veitenda heilbrigðisþjónustu) á www.sjukra.is.

Veitendur heilbrigðisþjónustu geta þá skráð sig þar inn og fengið aðgangsorð sent í heimabanka. Gagnagáttin verður þróuð sem samskiptavettvangur SÍ og veitenda heilbrigðisþjónustu þar sem þeir geta sent inn umsóknir ofl.

Frekari upplýsingar um þessar breytingar og tengingar er að finna á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands á www.sjukra.is eða sent tölvupóst á heidar.arnarson@sjukra.is.

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica