Spurt og svarað: ES kortið

Til hvers þarf ég ES kortið?

Tilgangur evrópska sjúkratryggingakortsins er að tryggja sama aðgengi að heilbrigðisþjónustu og heimamanna samkvæmt þeim reglum sem gilda fyrir þá sem eru sjúkratryggðir hjá opinberum aðilum í því EES landi sem þeir ferðast í. Einnig borga handhafar kortsins sama verð fyrir heilbrigðisþjónustu og sjúkratryggðir heimamenn.

Hvernig er ég tryggður með ES kortinu?

Kortið tryggir aðeins læknis- og lyfjaþjónustu hjá þeim sem starfa innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis, það er, ríkisrekna heilbrigðisþjónustu í landinu sem viðkomandi ferðast til.

Einstaklingur með ES kort á ekki að greiða meira fyrir læknis- eða lyfjaþjónustu heldur en þeir sem eru tryggðir í almannatryggingakerfi viðkomandi lands.

Kortið gildir ekki ef einstaklingar fara erlendis til þess að leita sér læknisþjónustu.

Hvernig sæki ég um evrópskt sjúkratryggingakort?

Hægt er að sækja hér um evrópskt sjúkratryggingakort á vef Sjúkratrygginga Íslands, nánari upplýsingar er hægt að fá í netfanginu international@sjukra.is eða í síma 515-0002.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica