Spurt og svarað: Afsláttarkort

Ef þú ert sjúkratryggður og hefur greitt ákveðna upphæð (sjá töflu að neðan) fyrir heilbrigðisþjónustu átt þú rétt á afsláttarkorti. Ef þú ert með afsláttarkort greiðir þú minna fyrir heilbrigðisþjónustu.

Tímabilið sem veitir rétt til afsláttarkorts er frá janúar til desember. Greiðslur á árinu 2013  gefa því ekki rétt til afsláttarkorts árið 2014. Eftir áramót er byrjað að safna upp í réttindi til afsláttarkorts fyrir hvert ár.

Það er mismunandi hvað þarf að greiða mikið áður en afsláttarkortið er gefið út.

Hverjir greiða
 Hversu mikið
Sjúkratryggðir 18-66 ára almennt
32.300 kr.
Aldraðir 67 til og með 69 ára sem eru með skertan eða engan ellilífeyri

25.800 kr.

- Aldraðir 70 ára og eldri

- Aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs

- Aldraðir  60 til og með 69 ára sem eru með óskertan ellilífeyri

- Öryrkjar


   8.100 kr.
Öll börn yngri en 18 ára í sömu fjölskyldu
   9.800 kr.

Rafræn skil á reikningum

Langflestar læknastöðvar, heilsugæslur og Landspítali senda upplýsingar um greiðslur einstaklinga til SÍ sem metnar eru upp í afsláttarkort. Sjá lista yfir hverjir senda ekki upplýsingar til SÍ. Í Réttindagátt (Opnast í nýjum vafraglugga) - mínar síður er hægt að fylgjast með hvaða reikningar hafa verið mótteknir hjá SÍ og hversu mikið safnast hefur upp í afsláttarkort.

Reikningum frá þeim sem ekki senda upplýsingar til Sjúkratrygginga Íslands skal eftir sem áður safna saman og senda til þjónustuvers eða til umboða til að fá afsláttarkort og endurgreiðslu.

Afsláttarkortið rafrænt

Þegar búið er að greiða upphæðirnar sem teknar eru fram í framgreindri töflu myndast réttur á afsláttarkorti. Afsláttarkortið er rafrænt. Langflestar heilbrigðisstofnanir og læknastöðvar geta fengið upplýsingar rafrænt um hvort einstaklingar hafa fengið útgefið afsláttarkort. Það er einnig hægt að fara inn í ofangreinda Réttindagátt og prenta út afsláttarkortið hafi hámarki verið náð.  Sjá lista yfir aðila sem geta flett upp afsláttarkortastöðu.

Hvað gerist ef ég borga umfram hámark?

Ef einstaklingar hafa greitt umfram ofangreind mörk og eru ekki enn komnir með afsláttarkort fá þeir þá fjárhæð endurgreidda að hluta. Hægt er að skoða upplýsingar um endurgreiðsluna í ofangreindri Réttindagátt og þar er hægt að skrá bankareikning sinn (undir "mínar stillingar") sem er forsenda endurgreiðslu. sjá að neðan leiðbeiningar um innskráningu. (Bent er á að sá bankareikningur sem skráður er inn hjá Sjúkratryggingum skráist einnig hjá Tryggingastofnun ríkisins, og þar afleiðandi eru allar mögulegar greiðslur frá báðum stofnunum lagðar á þann reikning).

Aðgangur að Réttindagátt

Aðgangsveiting að Réttindagáttinni er þannig að notað er annað hvort íslykill eða rafræn skilríki til innskráningar.

  1. Þú skráir þig með íslykli eða rafrænum skilríkjum. 
  2. Undir flokknum "Réttindastaðan mín" er hægt að smella á afsláttarkort og sjá hvort kort hefur verið útgefið sem og skoðað reikninga sem SÍ hefur móttekið.
  3. Hægt er að prenta út afsláttarkortið og framvísa því þegar næst er greitt fyrir heilbrigðisþjónustu.
Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica