Rafræn samskipti við SÍ

Aðgangsmál vegna Gagnagáttar

Trúnaðaryfirlýsing umboðsmanns læknis

Fréttir og tilkynningar

13.12.2010

Rafræn umsókn um lyfjaskírteini og rafræn miðlun þeirra upplýsinga til apóteka

Nýverið náðist sá áfangi að allar heilbrigðisstofnanir (heilsugæsla og spítalar) í eigu ríkisins geta sent rafræna umsókn um lyfjaskírteini til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Frá sama tíma  hófst rafræn miðlun um réttindastöðu og lyfjaskírteini til fyrsta apóteksins. Gera má ráð fyrir að apótek muni tengjast SÍ, eitt af öðru og er áætlað að öll apótek verði orðin tengd um miðjan janúar n.k.

Lyfjaskírteini staðfesta aukna  greiðsluþátttöku SÍ í lyfjum umfram almenna greiðsluþátttöku. Læknar sækja um lyfjaskírteini til SÍ fyrir einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Fram til þessa hafa umsóknir um lyfjaskírteini verið sendar SÍ á pappír og slegnar handvirkt inn í tölvukerfi áður en þær eru afgreiddar og lyfjaskírteini sent í pósti til einstaklings. Viðkomandi einstaklingur hefur þurft að framvísa lyfjaskírteini  í apóteki til að fá aukna greiðsluþátttöku. Afgreiðslufrestur umsókna hefur vegna þessa verið allt að 7-10 dagar.

Með ofangreindri breytingu berast umsóknir rafrænt frá læknum til SÍ, ekki þarf að slá inn upplýsingar af vottorði og afgreiðslutími fer í 3-5 daga. Með rafrænni tengingu við apótek verða upplýsingar um tilvist lyfjaskírteinis aðgengilegar apótekum um leið og umsókn er samþykkt hjá SÍ og óþarfi er fyrir sjúklinga að hafa skírteinið á sér til að framvísa í apóteki. Útgáfa lyfjaskírteina á pappír verður svo hætt í nánustu framtíð.

Mikill ávinningur fyrir einstaklinga og heilbrigðisstarfsmenn

Við þetta styttist afgreiðslutími talsvert, að ótöldum vinnusparnaði, minni pappírsumsýslu og almenn þægindi fyrir einstakling sem þarf ekki lengur að muna eftir að framvísa lyfjaskírteini sínu.

Þjónustugáttir Sjúkratrygginga Íslands

SÍ stefnir á enn frekari rafvæðingu gagnasamskipta við almenning og heilbrigðisstéttir næstu misserin. Stofnunin er nú að þróa þjónustugáttir sínar á vefvæði sínu www.sjukra.is sem munu opna um áramótin. Gáttirnar eru „mínar síður“ einstaklinga og heilbrigðisstarfsmanna og  veitir þeim frekari tækifæri á að skoða réttindastöðu sína í heilbrigðiskerfinu og vera í rafrænum samskiptum við stofnunina.

01.11.2010

Rafræn miðlun og "mínar síður"

SÍ eru nú að hefja rafræna miðlun í rauntíma til veitenda heilbrigðisþjónustu um m.a. réttindastöðu sjúkratryggðra. Um áramótin verður endurbætt Gagnagátt opnuð á www.sjukra.is

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) skilgreina sig sem uppfærslu, varðveislu- og miðlunaraðila réttindaskrár sjúkratrygginga en hún geymir upplýsingar um réttindastöðu sjúkratryggðra einstaklinga s.s. afsláttarkort, lyfjaskírteini o.fl.

Rafræn miðlun í rauntíma

SÍ eru nú að hefja rafræna miðlun í rauntíma til veitenda heilbrigðisþjónustu um m.a. réttindastöðu sjúkratryggðra. Þetta þýðir að sérfræðilæknar, heilsugæsla, sjúkrahús og lyfsalar munu geta nálgast rafrænt í rauntíma nægjanlegar upplýsingar til að ákvarða rétta kostnaðarþátttöku hins sjúkratryggða án frekari staðfestinga eða framvísunar hans á réttindastöðu sinni. Ávinningur af rafrænni miðlun réttindastöðu er margháttaður t.d. þarf ekki að gefa út kort til sönnunar stöðu, sjúkratryggður fær ávallt rétt sinn og veitendur geta verið öruggir um rétta afgreiðslu á grundvelli upplýsinga úr réttindaskrá. Viðskiptakostnaður í kerfinu lækkar og hagkvæmni eykst.

Réttindagátt og Gagnagátt

Forsenda þess að SÍ miðli upplýsingum til veitenda heilbrigðisþjónustu er undangengin miðlun til hins sjúkratryggða. Snemma á árinu 2011 verður opnuð Réttindagátt (mínar síður einstaklinga) á vef Sjúkratrygginga Íslands www.sjukra.is fyrir sjúkratryggða einstaklinga þar sem þeir geta skoðað og stýrt miðlun eigin upplýsinga. Samhliða henni verður Gagnagátt (mínar síður veitenda heilbrigðisþjónustu) endurbætt. 

Greiðsluskjöl SÍ rafræn frá 1. janúar 2011

Frá og með 1. janúar 2011 verða greiðsluskjöl frá SÍ til veitenda heilbrigðisþjónustu einungis birt rafrænt í Gagnagátt (mínar síður veitenda heilbrigðisþjónustu) á www.sjukra.is þ.e. ekki send í pósti.

Veitendur heilbrigðisþjónustu munu þá geta skráð sig þar inn og fengið aðgangsorð sent í heimabanka. Gagnagáttin verður þróuð sem samskiptavettvangur SÍ og veitenda heilbrigðisþjónustu þar sem hægt verður að senda inn umsóknir o.fl. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica