Helstu stjórnunareiningar
Stjórn og forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands er María Heimisdóttir.
Hún er skipuð af heilbrigðisráðherra til 5 ára.
Stjórn Sjúkratrygginga Íslands er skipuð af heilbrigðisráðherra.
Stjórnin er nú þannig skipuð:
Formaður
- Vilborg Þ. Hauksdóttir, lögfræðingur
Aðalmenn
Birna Kr. Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Guðjón Bjarni Hálfdánarson , lögfræðingur
Guðmundur Magnússon, rekstrarverkfræðingur
Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsráðgjafi
Varamenn
- Vífill Karlsson, hagfræðingur
- Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur
Ráðherra skipar fimm menn í stjórn sjúkratryggingastofnunarinnar og skal einn skipaður formaður stjórnar og annar varaformaður. Skipaðir skulu jafnmargir menn til vara. Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda og stýrir þeim og situr forstjóri fundi stjórnarinnar með málfrelsi og tillögurétti. Ráðherra setur stjórninni erindisbréf og ákveður þóknun til stjórnarmanna sem skal greidd af rekstrarfé stofnunarinnar.
Stjórn sjúkratryggingastofnunarinnar skal staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Skal stjórnin hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar og að rekstur hennar sé innan ramma fjárlaga á hverjum tíma.
Formaður stjórnar sjúkratryggingastofnunarinnar skal reglulega gera ráðherra grein fyrir starfsemi hennar og gera honum viðvart ef starfsemi og þjónusta er ekki í samræmi við ákvæði laga og ef rekstur er ekki í samræmi við fjárlög.