Vegna samninga við sjúkraþjálfara og greiðslu fyrir þeirra þjónustu

13.11.2019

Eins og SÍ hafa ítrekað bent á er til staðar samningur milli sjúkraþjálfara og SÍ, sjúkraþjálfurum ber samkvæmt honum að nota rafræna leið við gerð reikninga og sjúklingar eingöngu að greiða sinn hluta reiknings. Því miður eru sjúkraþjálfarar ekki að senda reikninga með rafrænum hætti og hluti þeirra hefur ákveðið að hækka sín gjöld. Verið er að vinna að lausn málsins en ekki er hægt að svara að svo stöddu hvenær ferlið kemst í samt horf. 

Varðandi skil á reikningum þá taka SÍ við reikningum þegar fólki hentar, það er alls ekki nauðsynlegt að koma með eða senda reikninga strax til stofnunarinnar. SÍ harma þær rangfærslur sem fram hafa komið frá sumum sjúkraþjálfurum um að slíkt sé nauðsynlegt. Heimilt er að senda SÍ afrit af reikningum í tölvupósti ([email protected]), en SÍ kunna að óska eftir frumriti síðar. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica