Vegna endurgreiðslu reikninga fyrir sjúkraþjálfun

28.11.2019

Gífurlegt magn reikninga barst til SÍ vegna sjúkraþjálfunar dagana 12. og 13. nóvember sl. Þá er ljóst að margir hafa ekki enn komið með reikninga vegna þjónustu þessa daga til stofnunarinnar.

SÍ vilja tryggja að allir sem fengu þjónustu sjúkraþjálfara þessa tvo daga fái sinn rétt. Handvirkur innsláttur á reikningum í kerfi SÍ er tímafrekur og gæti tekið vikur eða jafnvel mánuði og auk þess er ekki tryggt að allir muni skila reikningum til stofnunarinnar og verði þannig af endurgreiðslum. Því er verið að vinna að lausn í samvinnu við sjúkraþjálfara til að fá gögn vegna meðferða þessa tvo daga með rafrænum hætti. Það tryggir skilvirkni á greiðslum til þeirra sem sóttu þjónustu sjúkraþjálfara þessa daga.

SÍ bindur vonir við að nauðsynleg gögn berist stofnuninni frá sjúkraþjálfurum á næstu dögum. Í framhaldi af því verður farið í endurgreiðslur til einstaklinga og vonandi næst að ljúka þeim fyrir jól.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica