Vegna ákvörðunar SÁÁ um tímabundna lokun göngudeildarþjónustu á Akureyri
Samningviðræður standa yfir milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um rekstur göngudeildarþjónustu á Akureyri. Fjárframlag af hálfu ríkisins til starfseminnar er tryggt í fjárlögum þessa árs. Það kemur því á óvart að SÁÁ ætli að loka göngudeildarþjónustunni tímabundið frá og með morgundeginum vegna kostnaðar, líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum.
Hér er hlekkur á fréttina í heild sinni á heimasíðu heilbrigðisráðuneytis.