Vegna afsagnar sjúkraþjálfara af samning við SÍ

13.1.2020

Flestir sjúkraþjálfarar sem starfað hafa samkvæmt samningi við SÍ, fara af samningi við stofnunina frá og með 12. janúar. Samkvæmt reglugerð nr. 1248/2019 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) mun stofnunin endurgreiða fyrir sjúkraþjálfun á sambærilegan hátt og fram til þessa, þ.e. samkvæmt gjaldskrá SÍ og reglugerð nr. 1248/2019 um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. 

Greiðsluþátttaka tekur eingöngu til þeirra gjalda sem tilgreind eru í gjaldskrá SÍ.

Sjá reglugerð https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=82889117-56e8-400e-8267-419c0f7e28af

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica