Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit)

31.1.2020

Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag, 31. janúar 2020 og þar með úr Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrst eftir útgöngu tekur þó við aðlögunartímabil en á því tímabili verða engar marktækar breytingar á sambandi Íslands og Bretlands. Uppfært efni um undirbúning viðræðna um framtíðarsamband Íslands og Bretlands er í vinnslu, sbr. eftirfarandi: https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/brexit/

Einnig er bent á frétt frá utanríkisráðuneytinu um undirritun samnings um útgöngu Bretlands: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/28/Samningur-vegna-utgongu-Bretlands-ur-Evropska-efnahagssvaedinu-undirritadur/

Þar með er ljóst að engar breytingar verða á eftirfarandi réttindum:

Varðandi notkun og útgáfu Evrópska sjúkratryggingarkortsins

Reglugerð EB nr. 883/2004 verður áfram í gildi út árið, sem þýðir að sömu reglur gilda og áður um útgáfu og notkun Evrópska sjúkratryggingarkortsins (ES kortsins) fyrir þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi og þurfa að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu í Bretlandi (ferðamenn og námsmenn). Sama gildir um þá sem eru sjúkratryggðir í Bretlandi. Sjá nánar almennar upplýsingar um ES kortið: https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/evropska-sjukratryggingakortid/almennar-upplysingar-/

Varðandi heilbrigðisþjónustu yfir landamæri innan EES lands (Bretlands)

Sömu reglur gilda áfram út árið þegar kemur að málum er varða fyrirfram ákveðna meðferð í Bretland. Sjá nánar um skilyrði greiðsluþáttöku SÍ: https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/laeknismedferd-erlendis/langur-bidtimi-eftir-medferd-a-islandi/heilbrigdisthjonusta-yfir-landamaeri-innan-ees-landa/

Varðandi meðferðir í Bretlandi vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem ekki veitt á Íslandi innan tímamarka (biðtímamál)

Sömu reglur gilda út árið þegar kemur að málum er varða meðferðir í Bretlandi vegna nauðsynlega heilbrigðisþjónusta sem ekki er veitt á Íslandi innan tímamarka. Sjá nánar um skilyrði greiðsluþátttöku SÍ: https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/laeknismedferd-erlendis/bid-eftir-medferd-a-islandi/

Varðandi flutning milli landa

Sömu reglur gilda út árið um flutning frá Íslandi til Bretlands, sjá nánar: https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/flutningur-milli-landa/flutningur-erlendis/

Sömu reglur gilda út árið um flutning til Íslands frá Bretlandi, sjá nánar: https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/flutningur-milli-landa/flutningur-til-islands/

Sömu reglur gilda út árið varðandi útgáfu S1 vottorða, þ.e. staðfestingu á réttindum elli- og lífeyrisþega og aðstandenda þeirra og tryggingar á grundvelli atvinnu þegar atvinna er í öðru landi en búsetulandi, sjá nánar: https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/flutningur-milli-landa/stadfesting-a-rettindum-s1-vottord/

Reglur um námsmenn og ferðamenn

Sömu reglur gilda út árið er varða námsmenn sem stunda nám í Bretlandi og eru sjúkratryggðir hér á landi, sjá nánar: https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/flutningur-milli-landa/namsmenn-erlendis/nam-i-ees-londum-og-sviss/

Einnig gilda sömu reglur um ferðamenn, sjá nánar: https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/ferdamenn/ferdamenn-erlendis/

Reglur um atvinnu erlendis (í Bretandi)

Sömu reglur gilda út árið er varða atvinnu í Bretlandi, sjá nánar: https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/flutningur-milli-landa/atvinna-erlendis/

Þá gilda sömu reglur um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga í tengslum við umrædda málaflokka, sjá nánar persónuverndarstefnu SÍ: https://www.sjukra.is/media/skjol/Personuverndarstefna-SI-vegna-einstaklinga.pdf.

Rétt er að benda á að ef breytingar verða á aðlögunartímabilinu vegna þessa þá verða upplýsingarnar uppfærðar. Þá verða upplýsingar birtar um leið og ljóst er hvaða breytingar munu taka gildi í lok aðlögunartímabilsins.

Alþjóðadeild SÍ

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica