Útganga Bretlands úr ESB 31. janúar 2020 en með aðlögunartímabili út árið 2020 eða til 31.12.2020
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit)
Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 31. janúar 2020 og þar með úr Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrst eftir útgöngu tók við aðlögunartímabil en á því tímabili voru engar marktækar breytingar á sambandi Íslands og Bretlands. Útgöngusamningur var gerður meðan aðlögunartímabil er og gildir því til 31.12.2020.
Ekki liggur enn fyrir hvort samningar náist við Bretland eftir að útgöngusamningur endar og því miðast allar upplýsingar hér við að enginn samningur sé í gildi eftir 31.12.2020.
Hafa verður þó í huga að þau réttindi sem stofnast fyrir 31.12.2020 munu halda sér þar til réttindi enda eða rof kemur á réttindin samkvæmt útgöngusamningi.
Almennt verður það þó þannig að ekki verður í gildi neinn milliríkjasamningur varðandi almannatryggingar milli Íslands og Bretlands og því er farið eftir þeim reglum sem gilda um lönd utan EES.
Upplýsingar hér að neðan miðast sem fyrr segir við að enginn samningur verði gerður við Bretland, upplýsingar verða uppfærðar ef samningur verður gerður.
Breskir
ríkisborgarar búsettir á Íslandi fyrir 01.01.2021:
Þeir
einstaklingar sem eru búsettir hér og sjúkratryggðir á Íslandi/Bretlandi halda
réttindum sínum hér á landi þrátt fyrir útgöngu Breta. Sjúkratrygging er
búsetutengd en önnur réttindi byggjast þó á ríkisborgararétti. Ríkisborgarar
frá löndum utan EES landa falla því ekki undir reglugerð EB nr. 883/2004 sbr.
reglugerð nr. 442/2012. Þetta hefur þau áhrif að breskir ríkisborgarar sem eru
sjúkratryggðir á Íslandi fá ekki útgefið ES kort né önnur réttindi sem falla
undir reglugerðina. Í staðin fá þeir
útgefna tryggingaryfirlýsingu þegar þeir ferðast bæði innan og utan EES.
Íslenskir
ríkisborgarar búsettir í Bretlandi fyrir 01.01.2021:
Þeim einstaklingum sem eru búsettir í Bretlandi og
sjúkratryggðir í Bretlandi/Íslandi er ráðlagt að hafa samband við NHS í
Bretlandi til að fá staðfestingu á áframhaldandi réttindum sínum samkvæmt útgöngusamningi
(sjá frekari upplýsingar hér https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/28/Samningur-vegna-utgongu-Bretlands-ur-Evropska-efnahagssvaedinu-undirritadur/).
Einstaklingar
sem ætla að ferðast til Bretlands:
Ekki verður hægt
að framvísa ES korti vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í Bretlandi frá og
með 01.01.2021 nema ferðalag hafi byrjað fyrir 01.01.2021, hafa verður samband
við Sjúkratryggingar Íslands á netfangið [email protected] til að fá
staðfestingu um slíkt. Eftir 31.12.2020 gilda sömu reglur og um nauðsynlega
heilbrigðisþjónustu utan EES. Leggja þarf út fyrir lækniskostnaði og sækja
síðan um endurgreiðslu til Sjúkratrygginga Íslands.
https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/ferdamenn/ferdamenn-utan-ees/
Námsmenn
sjúkratryggðir á Íslandi, við nám í Bretlandi:
Sömu reglur
gilda um námsmenn í Bretlandi og í öðrum löndum utan EES nema fyrir þá sem hófu
nám fyrir 01.01.2021, þá haldast réttindi óbreytt. Þeir eiga rétt á að halda
lögheimili sínu á Íslandi meðan á námi stendur og halda þ.a.l. sjúkratryggingu
sinni í allt að 6 mánuði eftir að námi lýkur. Ekki verður hægt að framvísa ES
korti vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í Bretlandi frá og með 01.01.2021
nema nám hafi hafist fyrir þann tíma, hafa verður samband við Sjúkratryggingar
Íslands á netfangið [email protected]
til að fá staðfestingu um slíkt..
Eftir 31.12.2020 gilda sömu reglur og um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu utan EES. Leggja þarf út fyrir lækniskostnaði og sækja síðan um endurgreiðslu til Sjúkratrygginga Íslands. https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/flutningur-milli-landa/namsmenn-erlendis/nam-utan-ees-landa/
Þá gilda sömu reglur um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga í tengslum við umrædda málaflokka, sjá nánar persónuverndarstefnu SÍ: https://www.sjukra.is/media/skjol/Personuverndarstefna-SI-vegna-einstaklinga.pdf.
Uppfært efni um undirbúning viðræðna um framtíðarsamband Íslands og Bretlands er í vinnslu, sbr. eftirfarandi: https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/brexit/
Spurt og svarað vegna Brexit: https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/brexit/spurt-og-svarad-um-brexit/
Information in english about Brexit: https://www.government.is/topics/foreign-affairs/iceland-in-europe/brexit/
Einnig er bent á frétt frá utanríkisráðuneytinu um undirritun samnings um útgöngu Bretlands: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/28/Samningur-vegna-utgongu-Bretlands-ur-Evropska-efnahagssvaedinu-undirritadur/
Mikilvægar upplýsingar eru einnig að finna á síðu Bretlands / Important information on Brexit from UK in English: www.gov.uk/brexit
Fyrir frekari upplýsingar hafið þá samband við [email protected]
Kveðja,
Starfsfólk
Alþjóðadeildar
Sjúkratryggingar
Íslands