Umsókn um sjúkradagpeninga er nú orðin rafræn

13.11.2017

Nú er hægt að sækja um sjúkradagpeninga með rafrænum hætti á Réttindagátt – Mínum síðum.  Þeir sem senda inn rafræna umsókn um sjúkradagpeninga geta fylgst með ferli umsóknar sinnar á Réttindagátt.

Þegar umsókn er stofnuð er hægt að senda með önnur gögn sem nauðsynleg eru svo hægt sé að ljúka afgreiðslu umsóknar. Ef umsókn er þegar til á Réttindagátt er hægt að bæta við gögnum sem vantar svo hægt sé að ljúka afgreiðslu umsóknar.
Ef læknir sendir ekki sjúkradagpeningavottorð beint til SÍ er alltaf hægt að bæta því við umsóknina á Réttindagátt.  

Eftir sem áður er enn hægt að sækja um sjúkradagpeninga á pappírsformi.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica