Túlkaþjónusta

21.1.2016

Frá og með 1. janúar 2016 flytjast greiðslur á túlkaþjónustu frá velferðarráðuneytinu yfir til Sjúkratrygginga Íslands.  Velferðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr.  1145/2015 um túlkun á upplýsingum um heilsufar og meðferð fyrir sjúklinga.

Markmið reglugerðarinnar er að tryggja einstaklingum sem ekki tala íslensku eða nota táknmál viðeigandi aðstoð til að fá upplýsingar um heilsufar sitt og meðferð hjá heilbrigðisstarfsmönnum.  Sjúkratryggingar Íslands greiða eingöngu fyrir  einstaklinga sem eru sjúkratryggðir á Íslandi. ( http://www.sjukra.is/um-okkur/log-og-reglugerdir/ ). 

Þeim sem þurfa á túlkaþjónustu að halda er bent á að óska eftir þjónustunni fyrirfram hjá viðkomandi heilbrigðisstarfsmanni.  Heilbrigðisstarfsmaður metur nauðsyn túlkaþjónustunnar og skipuleggur notkun hennar á eins hagkvæman hátt og kostur er.

Ef nauðsynlegt er að fá túlk inn á stofnun,  fellur sá kostnaður á viðkomandi stofnun.

Túlkar senda reikninga mánaðarlega til Sjúkratrygginga Íslands vegna þjónustunnar en staðfesting frá viðkomandi heilbrigðisstarfsmanni þarf að fylgja með reikningi.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu SÍ:  http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/tulkathjonusta/

Reglugerð 1145/2015:  http://www.sjukra.is/um-okkur/log-og-reglugerdir/

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica