Til veitenda heilbrigðisþjónustu í rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ)

8.3.2019

  • Merki_einlina_kross_vinnstri

Í dag, föstudag 8. mars, kl. 16:00 hefst vinna við að uppfæra upplýsingakerfi SÍ. Samskiptakerfi SÍ verða lokuð frá þeim tíma þar til opnað verður aftur á samskipti seinnipart laugardags eða sunnudag, allt eftir því hvernig gengur. Gáttir SÍ verða heldur ekki aðgengilegar á sama tíma.

Veitendur heilbrigðisþjónustu (að undanskildum apótekum) geta EKKI sent inn reikninga til SÍ frá kl. 16 í dag, föstudag 8. mars. Þrátt fyrir lokunina geta veitendur heilbrigðisþjónustu flett upp á stöðu einstaklinga vegna greiðsluþátttöku, en stöðuskeytin gætu þó verið úti í einhvern tíma á milli kl. 10 og 14 á laugardag.

Samskipti SÍ við apótek verða opin alla helgina en apótekin þurfa þó að vera viðbúin því að einhverjir hnökrar komi upp í samskiptum milli kl. 10 og kl. 14 á laugardag og opna þá á varaleið eins og apótekin þekkja.

Ef einhver vandamál koma upp frá kl. 16 í dag og fram á mánudag 11. mars þá má senda póst á netfang ut@sjukra.is eða hringja í síma 515-0020

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica