Þjónustuver lokað frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021
Vegna kórónuveiru COVID-19 mun þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands að Vínlandsleið 16 loka tímabundið, lokunin tekur gildi frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021.
Vakin er athygli á rafrænum samskiptaleiðum við stofnunina. Í Réttindagátt - Mínar síður á vef SÍ geta einstaklingar fylgst með sínum málum hjá stofnuninni ásamt því að skila inn gögnum til SÍ á öruggan hátt. Þar er hægt að skila inn flest öllum gögnum, m.a. útfylltum eyðublöðum (Eyðublöð og vottorð).
Hér má kynna sér leiðbeiningar fyrir skil á gögnum í gegnum Réttindagáttina
Hægt er að senda fyrirspurnir með tölvupósti á netfangið [email protected] eða beint til viðeigandi málaflokks, sjá meðfylgjandi netfangalista.
Áfram er hægt er að skila inn gögnum á pappír í póstkassa Sjúkratrygginga Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík.
Símsvörun stofnunarinnar er mánudaga til fimmtudaga milli kl. 10:00 og 15:00 og föstudaga frá kl. 8:00-13:00 í síma 515-0000.
Á vef Sjúkratrygginga www.sjukra.is er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar er varða málaflokka SÍ. Einnig er bent á Spurt og svarað þar sem algengum spurningum er svarað á aðgengilegan hátt.
Deild | Netföng |
---|---|
Almennar upplýsingar | [email protected] |
Alþjóðamál | [email protected] |
Einnota vörur | [email protected] |
Ferðakostnaður | [email protected] |
Lyf | [email protected] |
Læknareikningar | [email protected] |
Næring | [email protected] |
Sjúklingatrygging | [email protected] |
Sjúkradagpeningar | [email protected]is |
Slysatryggingar | [email protected] |
Stoðtæki | [email protected] |
Tannlækningar | [email protected] |
Tæknileg hjálpartæki | [email protected] |
Þjálfun | [email protected] |