Það borgar sig að skrá bankaupplýsingar í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands

31.5.2016

Árlega greiða Sjúkratryggingar Íslands tugi milljarða króna vegna réttinda þeirra sem eru sjúkratryggðir á Íslandi. 

Hluti þeirrar fjárhæðar er greiddur til einstaklinga í formi ýmis konar endurgreiðslna, t.d. vegna kostnaðar við læknisþjónustu. Enda þótt við séum öll af vilja gerð hefur ekki tekist að koma hluta endurgreiðslna til réttra eigenda vegna þess að við höfum ekki réttar upplýsingar um bankareikninga þeirra.

Átt þú kannski peninga hjá SÍ sem okkur hefur ekki tekist að koma til þín?

Farðu inn á Réttindagátt á www.sjukra.is og skráðu bankaupplýsingar þínar ásamt netfangi þínu.  Ef þú átt inneign hjá okkur færðu hana greidda innan örfárra daga og við sendum þér tölvupóst þegar greiðslan verður framkvæmd!

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica