Tannlækningar aldraðra og öryrkja

8.8.2018

Stefnt er að samningi um tannlækningar aldraðra og öryrkja 1. september nk. Upphaflega stóð til að samningur um þjónustuna tæki gildi 1. júlí sl., en samningsgerðin hefur verið vandasöm og tekið lengri tíma en ætlað var. Tannlæknar hafa frest til 24. ágúst nk. til að sækja um aðild að samningnum. Síðasti samningur um tannlækningar aldraðra og öryrkja á grundvelli laga um sjúkratryggingar rann út árið 2004.   

Í tilefni tímamótanna hafa Sjúkratryggingar Íslands tekið saman skýrslu um tannlækningar aldraðra og öryrkja tímabilið 2004 – 2017.  Í henni er að finna ýmsan fróðleik, svo sem um heildarkostnað þjónustunnar, verðlagningu, verðþróun og síðast en ekki síst um þróun greiðsluþátttöku sjúkratrygginganna.  Í skýrslunni er staðfest að hallað hefur undan fæti þegar horft er til hlutfalls greiðsluþátttöku SÍ í heildartannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja. 

Samhliða nýjum samningi um tannlækningar aldraðra og öryrkja áforma stjórnvöld að stórhækka árlegt framlag til málaflokksins og þar með að snúa þróun greiðsluþátttökunnar við.  Þannig er áætlað að árleg fjárveiting til greiðsluþátttöku vegna þjónustunnar hækki úr tæpum 700 m.kr. í 1.700 m.kr. eða um rúm 140%. 

Skýrslan í heild

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica