Tannheilsa barna hefur aldrei verið betri!

9.6.2016

  • Barn hjá tannækni stór

Einn mælikvarði á tannheilsu barna er árlegur meðalfjöldi tannviðgerða per. barn, sem Sjúkra­trygg­ingar Íslands  greiða fyrir. Meðaltalið er einfaldlega fundið með því að deila með fjölda barna í fjölda barnatannviðgerða sem falla undir greiðsluþátttöku sjúkratrygg­inga.

Árið 2001 var meðaltalið 1,57 viðgerð/barn en hefur síðan þá lækkað nær stöðugt ef frá eru skilin fyrstu tvö árin eftir að samningur um gjaldsfrjálsar tannlækningar barna tók gildi í maí árið 2013.  Það var enda viðbúið að meðaltalið myndi hækka í byrjun þegar börn, sem áður höfðu ekki átt þess kost að láta sinna öllum tannviðgerðum sínum, gátu loks fengið þá þjón­ustu sem þau þurftu.

Árið 2015 lækkaði meðaltalið aftur og það ár var aðeins sett 0,65 viðgerð að meðaltali per. barn. Lækkunin frá árinu 2001 er því orðin tæp 59 prósent!

Annar mælikvarði á tannheilsu barna er árlegt hlutfall þeirra barna sem býr við það góða tannheilsu að ekki þarf að gera við neina tönn. Árið 2001 var þetta hlutfall 56,2%, en árið 2015 hafði það hækkað í 72,4%. Þetta hlutfall hefur aldrei verið hærra.

Það er því full ástæða fyrir bjartsýni um að okkur takist að ná markmið samningsins og að tannheilsa íslenskra barna verði ein sú besta á Norðurlöndunum.

 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica