Staðfesting á komu til heilbrigðisveitenda
Í samningum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og veitenda heilbrigðisþjónustu er almennt kveðið á um að sjúklingar/notendur þjónustu skuli staðfesta hverja komu með undirskrift sinni. Sama gildir þegar þjónusta er veitt á grundvelli reglugerðar og gjaldskrár og við afhendingu lyfja, hjálpartækja og næringarefna. Ýmist er um að ræða kvittun notanda á pappír eða rafrænar undirskriftir.
Þegar neyðarstigi var lýst yfir vegna Covid-19 töldu SÍ rétt að veita tímabundna undanþágu frá ofangreindum staðfestingum. Þar sem almannavarnarstig hefur nú verið lækkað úr neyðarstigi í hættustig er þessi undaþága afturkölluð. Frá og með 15. júní nk. munu notendur heilbrigðisþjónustu því þurfa að staðfesta komu til veitenda heilbrigðisþjónustu og við móttöku lyfja, hjálpartækja og næringarefna.
Í Réttindagátt SÍ á www.sjukra.is geta notendur séð yfirlit um komur til lækna / sjúkraþjálfara og afhentar vörur / lyf eða tæki frá einstökum aðilum.