Staðfesting á komu til heilbrigðisveitenda

17.3.2020

Í samningum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og veitenda heilbrigðisþjónustu er almennt kveðið á um að sjúklingar/notendur þjónustu skuli staðfesta hverja komu með undirskrift sinni. Sama gildir þegar þjónusta er veitt á grundvelli reglugerðar og gjaldskrár og við afhendingu lyfja, hjálpartækja og næringarefna. Ýmist er um að ræða kvittun notanda á pappír eða rafrænar undirskriftir. 

Nú hafa SÍ borist fjölmargar fyrirspurnir frá veitendum heilbrigðisþjónustu varðandi það hvort þeim sé heimilt að láta notendur sleppa því að staðfesta komu sína og eða móttöku lyfja, hjálpartækja og næringarefna vegna mögulegrar smithættu á Covid-19. Í ljósi þess að lýst hefur verið yfir neyðarstigi vegna Covid-19 telja SÍ rétt að veita tímabundna undanþágu þannig að á meðan þessi hætta stendur yfir verði ekki gerð krafa um staðfestingu notanda. Tilkynnt verður sérstaklega um það hvenær þessari undaþágu lýkur.

Í Réttindagátt SÍ á www.sjukra.is geta notendur séð yfirlit um komur til lækna / sjúkraþjálfara og afhentar vörur / lyf eða tæki frá einstökum aðilum og fl. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica