Skráning sérgreinalækna inn á rammasamning um lækningar utan sjúkrahúsa

30.12.2015

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa ákveðið að stöðva skráningu nýrra sérgreinalækna inn á rammasamning þar sem umfang samningsins er yfir tilgreindum við­miðum.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa ákveðið að stöðva skráningu nýrra sérgreinalækna inn á 
rammasamning frá 3. desember 2013 um lækningar utan sjúkrahúsa. Stöðvunin tekur til 
erinda um aðild að samningnum sem berast SÍ eftir 1. janúar 2016. Umsóknir sem hafa borist 
SÍ áður en stöðvunin tekur gildi verða á hinn bóginn afgreiddar í samræmi við samninginn.

Gripið er til framangreindrar stöðvunar þar sem umfang samningsins er yfir tilgreindum 
viðmiðum, en ef þörf krefur mun verða auglýst eftir læknum inn á samninginn. 

Þegar nýir læknar óska eftir aðild að samningnum verður eftir sem áður leitað til 
samstarfsnefndar SÍ og Læknafélags Reykjavíkur, sbr. samstarfssamning aðila, og mat lagt á 
þjónustuþörfina við afgreiðslu umsókna. Við matið verður eftirleiðis jafnframt haft samráð 
við Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið.

Fulltrúar SÍ fyrirhuga að funda með forsvarsmönnum lækna á næstunni í ljósi umfangs 
rammasamningsins og leita leiða til að færa þjónustustigið að þeim viðmiðum sem upphaflega 
var gengið út frá. Samtímis er lögð áhersla á að tryggja þjónustu við nýja sjúklinga. 
Markmiðið er að sameiginlegar tillögur liggi fyrir í lok febrúar nk.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica