Sjúkratryggingar Íslands hafa hlotið jafnlaunavottun

24.4.2020

  • Jafnlaunamerkið

Sjúkratryggingar Íslands hafa hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðlinum og hefur Jafnréttisstofa gefið stofnuninni leyfi til að nota jafnlaunamerkið. Sjúkratryggingar Íslands hafa því bæst við í hóp þeirra 182 fyrirtækja og stofnana sem hlotið hafa vottun. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. 

Vottuninn nær yfir allt starfsfólk Sjúkratrygginga og staðfestir að stofnunin hefur komið sér upp jafnlaunakerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum séu kerfisbundnar, byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Fagnaðarefni er að fá þessa staðfestingu á því að stofnunin sé að vinna á grundvelli launajafnréttis kynjanna og að ómálefnalegur launamunur sé ekki til staðar. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica