Sjúkratryggingar Íslands flytja í Grafarholt

23.4.2018

Sjúkratryggingar Íslands hafa flutt frá Rauðarárstíg 10 að Vínlandsleið 16. Með þessu hefur öll starfsemi stofnunarinnar verið sameinuð að Vínlandsleið í Grafarholti.

Samhliða flutningi hefur stofnunin tekið upp verkefnamiðað vinnuumhverfi. Það þýðir í stuttu máli að húsnæðið er búið mörgum tegundum vinnustöðva og starfsmenn velja sér þá tegund sem hentar því verkefni sem unnið er að hverju sinni, s.s. almennt vinnurými, hópvinnurými eða einbeitingarrými. Starfsmenn hafa því ekki fasta vinnustöð heldur færa sig á milli þeirra eftir þörfum.

Ljósmynd: ASK arkitektar

Verkefnamiðað vinnuumhverfi eykur sveigjanleika í starfsemi stofnunarinnar og auðveldar samstarf starfsmanna. Sjúkratryggingar Íslands eru fyrsta ríkisstofnunin hér á landi til að tileinka sér þetta skipulag sem hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu og Norður-Ameríku.

Stofnunin var áður í alls um 6.100 m2 húsnæði en verður eftir flutninginn í alls um 5.100 m2. Sparnaður í húsnæði er því um 1.000 m2.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica