Sjúkraþjálfun í ágúst - uppfært skjal

-Úttekt m.v. 12.09.2017

6.9.2017

Þegar fyrstu 8 mánuðir ársins eru skoðaðir sést að kostnaður SÍ fyrir hvern einstakling virðist vera að hækka töluvert eftir að nýtt greiðsluþáttökukerfi tók gildi 1. maí. Komum virðist ekki vera að fjölga mikið en hafa verður í huga að yfirleitt eru færri komur á sumrin vegna sumarleyfa (sjá töflur 1 og 2).

Ef ágúst í ár er borinn saman við ágúst árið 2016 sést að fjöldi einstaklinga sem sækir þjálfun hefur aukist um 15% og komum hefur fjölgað um 6%. Heildarútgjöld hafa hækkað um 13% milli ára og útgjöld Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um 55% (sjá töflur 3 og 4).

Útgjöld SÍ fyrir sjúkraþjálfun í heild hækkuðu um 11% á milli ára fyrir tímabilið janúar-apríl og kostnaður SÍ á hvern einstakling hækkaði um 7%, áður en nýtt kerfi tók gildi. Fyrir tímabilið maí-ágúst hækkuðu útgjöld SÍ um 69% og kostnaður SÍ fyrir hvern einstakling hækkaði um 54% (sjá töflur 5 og 6).

Ef tímabilið janúar-apríl 2017 er borið saman við maí-ágúst sést að heildarútgjöld fyrir hverja komu hafa aðeins hækkað um 13% meðan útgjöld SÍ fyrir hverja komu hafa aukist um 56%. Hlutur einstaklings á hverja komu hefur lækkað um 48% á sama tímabili. Svipaðar tölur má sjá þegar tímabilið maí-ágúst 2016 er borið saman við sama tímabil 2017 (sjá töflur 7 og 8).

Mesta athygli vekur að útgjöld SÍ fyrir almenna einstaklinga í sjúkraþjálfun hefur aukist um 438% milli ágúst 2016 og 2017 en svipaðar tölur hafa sést fyrir fyrri mánuði (maí-júlí). Vert er að nefna að í eldra kerfi var engin greiðsluþátttaka SÍ fyrir fyrstu 5 skiptin í sjúkraþjálfun fyrir almenna einstaklinga og voru því útgjöld SÍ tiltölulega lág fyrir þennan hóp en það hefur breyst með nýja greiðsluþátttökukerfinu. Heildarútgjöld hækka um 30% og komum fjölgar um 20% á þessu tímabili fyrir almenna einstaklinga (sjá töflur 9-11). 

 

Fyrstu 8 mánuðir ársins 2017


Tafla 1. Útgjöld og hluti SÍ í útgjöldum vegna sjúkraþjálfunar fyrstu 8 mánuði ársins 2017. Tölur í íslenskum krónum.Tafla 2. Komur í  sjúkraþjálfun fyrstu 8 mánuði ársins 2017. Komur á dag miða við fjölda vinnudaga hvers mánaðar. Samanburður á ágúst 2016 og 2017

Tafla 3. Komur í  sjúkraþjálfun í ágúst árið 2016 og 2017. Komur á dag miða við fjölda vinnudaga hvors mánaðar.Tafla 4. Útgjöld og hluti SÍ í útgjöldum vegna sjúkraþjálfunar í ágúst árið 2016 og 2017. Tölur í íslenskum krónum.Samanburður á jan-apríl og maí-ágúst 2016 og 2017


Tafla 5. Breyting á útgjöldum. Meðaltal janúar- apríl 2016 miðað við 2017. Tölur í íslenskum krónumTafla 6. Útgjöld og hluti SÍ í útgjöldum vegna sjúkraþjálfunar í maí-ágúst árið 2016 og 2017. Tölur í íslenskum krónum. Tafla 7. Breyting á útgjöldum. Meðaltal janúar- apríl miðað við maí-ágúst 2017. Tölur í íslenskum krónum.


 

Tafla 8. Breyting á útgjöldum. Meðaltal maí-ágúst 2016 miðað við maí-ágúst 2017. Tölur í íslenskum krónum.Samanburður eftir stöðu einstaklings


Tafla 9. Heildarútgjöld, flokkað eftir stöðu einstaklings. Samanburður á ágúst 2016 og 2017. Tölur í íslenskum krónum.Tafla 10. Hluti SÍ í útgjöldum, flokkað eftir stöðu einstaklings. Samanburður á ágúst 2016 og 2017. Tölur í íslenskum krónum.Tafla 11. Komur í sjúkraþjálfun, flokkað eftir stöðu einstaklings. Samanburður á ágúst 2016 og 2017. Tölur í íslenskum krónum. MyndirTil baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica