Samningur um geðheilbrigðisþjónustu við fanga framlengdur

9.11.2020

  • SÍ lógó

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samkomulag um framlengingu á samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum á Íslandi. Samningurinn var undirritaður í desember 2019 og hefur nú verið framlengdur út árið 2021.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins starfrækir þverfaglegt teymi, geðheilsuteymi fangelsanna (GHTF), sem veitir geðheilbrigðisþjónustu og styður við starfsemi heilsugæslunnar í öllum fangelsum landsins. Teymið er skipað sérhæfðu geðheilbrigðisstarfsfólki.

Markmið samningsins er að efla geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum, veita föngum einstaklingsmiðaða þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu sem tekur mið af þeim aðstæðum sem fangar búa við, þannig að þeir fái markvissa meðferð meðan á afplánun stendur. Þá er jafnframt markmið samningsins að tryggja samfellu í geðheilbrigðisþjónustu við fanga að lokinni afplánun.

Með samkomulaginu er tryggt að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun byggja þjónustu GHTF frekar upp á árinu 2021, þar sem COVID-19 hefur á árinu 2020 haft áhrif á innleiðinu og uppsetningu þjónustunnar.

Sjá nánar í frétt á vef Stjórnarráðs Íslands: https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=a1c01be1-1d1f-11eb-8126-005056bc8c60

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica