Samningur Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ)

15.12.2020

  • SÍ lógó

Samningur Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um rekstur öldrunarheimila hefur verið framlengdur um fjóra mánuði. Akureyrarbær mun annast reksturinn til loka apríl 2021. Akureyrarbær, Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) og SÍ hafa sinnt nýsköpun í þjónustu við aldraða m.a. á grundvelli samnings ÖA og SÍ um sveigjanlega dagdvöl sem undirritaður var sumarið 2019. 

Á framlengingartíma samningsins munu Akureyrarbær og ÖA vinna áætlun um samþættingu þjónustu við aldraða á Akureyri. Stefnt skal að því að ÖA hafi með höndum heildarskipulag þjónustu við þá einstaklinga sem komnir eru með færni- og heilsumat, með samþættingu heimahjúkrunar, dagdvalar og hvíldarinnlagna. Markmið slíkrar samþættingar er aukin samfella í þjónustunni og aukin gæði, auk þess að styðja aldraða með færni- og heilsumat til að geta búið sem lengst í heimahúsi. Þá skal áætlunin um samþættingu þjónustunnar einnig miða að því að ná fram hagræðingu í rekstri.

Áætlunin verður nýtt við þá endurskoðun á rekstri hjúkrunarheimila sem þegar er unnið að á vegum heilbrigðisráðuneytis. Sjúkratryggingar Íslands þakka Akureyrarbæ og ÖA gott samstarf um þessi mikilvægu verkefni.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica