Samkomulag á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjúkraþjálfara

14.11.2019

Eins og komið hefur fram í fréttum hafa sjúkraþjálfarar fallist á að ágreiningur við SÍ, um hvort ákvæði rammasamnings aðila frá 14. febrúar 2014 séu enn í gildi, verði borinn undir óháðan aðila. Forsenda þess að fara þessa leið er sú að sjúkraþjálfarar vinni eftir ákvæðum samningsins á meðan ágreiningurinn er til skoðunar.

SÍ hafa samtímis fallist á að eiga viðræður við Félag sjúkraþjálfara um innkaupaaðferðir og leiðir til að koma á samningum um þjónustu sjúkraþjálfara enda verði þess gætt að viðræður fari fram með þeim hætti að þær raski ekki samkeppni milli mögulegra þátttakenda í yfirstandandi innkaupaferli SÍ.

Reynist niðurstaða óháðs aðila vera sú, að samningur aðila sé ekki í gildi, munu SÍ setja sérstaka endurgreiðslugjaldskrá sem studd verður með reglugerð frá heilbrigðisráðherra. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica