Samið um lækkun einingaverðs á rannsóknarstofum
Sjúkratryggingar Íslands sömdu nýverið við rannsóknarstofur utan sjúkrahúsa um lækkun á einingarverði. Áætlað er að þessir samningar lækki kostnað hins opinbera um allt að 75 mkr á ársgrunni ef miðað er við óbreyttan einingafjölda.
Árið 2018 greiddu SÍ samtals um 944 m.kr. vegna rannsókna utan sjúkrahúsa.
Frá árinu 2011 hefur rannsóknum fjölgað jafnt og þétt nema árið 2018 þegar rannsóknum fækkaði. Sjá má þróun í útgjöldum og fjölda rannsókna hér að neðan: