Samantekt um myndgreiningu

29.1.2016

Sjúkratryggingar Íslands eru með samninga við tvö fyrirtæki um myndgreiningu, Íslenska myndgreiningu og Læknisfræðilega myndgreiningu. Þróun þjónustunnar 2010-2015 má sjá á meðfylgjandi myndum. 
Frá árinu 2010 hefur komum fjölgað um tæp 28%.


Algengustu gjaldliði ársins 2015 má sjá í töflu:

MRI: Segulómun
TS:    TölvusneiðmyndKostnaðarsömustu myndgreiningar ársins 2015:Vægi þeirra sem biðja um myndgreiningu má sjá í töflu hér fyrir neðan.
Um 35% af myndgreiningum er að beiðni heimilislækna. Flestir þeirra eru á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en einnig heimilislæknar utan heilsugæslu og heimilislæknar á landsbyggðinni. Nánari sundurliðun liggur ekki fyrir í þessari samantekt.
Læknanemar, kandidatar og almennir læknar eru beiðendur í tæp 12% tilfella og um helmingur myndgreiningarannsókna er að beiðni sérgreinalækna á samningi við Sjúkratryggingar Íslands, og skipa bæklunarlæknar þar stærstan sess, eða tæplega 25% af öllum beiðnum.
Alls hafa 1.115 læknar beðið um myndgreiningu árið 2015.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica