Samantekt um lækniskostnað vegna sérfræðilækna

15.1.2016

Bókhaldsliðurinn lækniskostnaður (08-206) skiptist með eftirfarandi hætti á árinu 2015 (milljónir kr.) 

Um áætlun er að ræða sem gæti breyst lítillega:
Bokhaldslidir


Eins og sést á myndinni er meginhluti kostnaðarins vegna rammasamnings við sérgreinalækna, en einnig eru umtalsverðar greiðslur vegna röntgens og rannsókna. Auk þess hafa sjálfstætt starfandi heimilislæknar (HUH) sérstakan samning. 86 milljónir króna voru greiddar til sjúkrastofnana vegna sérfræðilækniskostnaðar þar. Undir annað heyra smærri liðir, þ.e. laser vegna gláku, laser vegna augnlækninga, laser vegna húðlækninga, erlendar rannsóknir, tæknifrjóvgun, læknisvottorð og annað greitt læknum.

Hér á eftir fer stutt umfjöllun um þróun kostnaðar vegna þessara liða á undanförnum árum. Allar tölur eru í milljónum kr. Tölur eru fengnar úr bókhaldskerfi SÍ og miðast við bókunardagsetningu. Tölur fyrir desember 2015 eru ekki að fullu bókaðar og eru því byggðar á áætlun. Þá ber að hafa í huga að fyrir 2014 bókaðist sérfræðilækniskostnaður á stofnunum með kostnaði vegna samningi við sérgreinalækna og skekkir það samanburðinn lítillega. Einnig er til þess að líta að endurgreiðslur vegna ofgreiðslu sjúklinga fyrir læknishjálp og efniskaup sérgreinalækna eru mjög stórir kostnaðarliðir en ekki sundurgreindir í bókhaldskerfi eftir því hvar kostnaðurinn fellur til. 

Taflan hér á eftir sýnir þróun kostnaðar vegna sérgreinalækna:


Eins og sést á töflunni er kostnaðaraukningin í krónum talið mest hjá bæklunarlæknum og meltingarlæknum. Stærstur hlutinn þar er magnaukning.

Næsta tafla sýnir greiðslur vegna sérgræðilækniskostnaðar á opinberum sjúkrastofnunum:

Greidslur_til_sjukrastofnana

Þessi kostnaður var ekki sérgreindur í bókhaldi fyrir 2014.

Næsta tafla sýnir þá liði sem eftir standa:


Athygli vekur að kostnaður vegna röntgens og rannsókna hefur aukist mjög mikið. Aðrir liðir vega ekki mjög þungt hlutfallslega nema sjálfstætt starfandi heimilislæknar. Kostnaður hjá þeim hefur ekki aukist mikið.

Að lokum er eftirfarandi tafla sem er unnin upp úr gögnum úr vöruhúsi yfir lækniskostnaðarliðinn (08-206) í heild sinni. Gögn í vöruhúsi ná yfir um 90% kostnaðarins. Þar er unnt að skoða svokallaðan einingafjölda sem gefur góða mynd af magnaukningu. Brúttóeiningar eru heildarfjöldi eininga en nettóeiningar þær einingar sem sjúkratryggingar greiða fyrir eftir að magnafsláttur hefur verið veittur skv. ákvæðum viðkomandi samnings:


*Hlutur sjúklings er vanreiknaður fyrir samningslausu árin, 2011-2013, þar sem hann miðast við endurgreiðsluverðskrá SÍ en ekki gjaldskrá lækna (raunverð þjónustunnar).


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica