Samantekt um komur til sérfræðinga og einingafjölda 2014-2015

22.1.2016

Eftirfarandi tafla og graf sýnir samanburð á komufjölda 2014-2015 til sérgreinalækna sem starfa samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Upplýsingarnar eru unnar úr vöruhúsi Sjúkratrygginga Íslands. Tölur fyrir 2015 eru bráðabirgðatölur og gætu breyst lítillega.
Heildarkomufjöldi jókst um 2,4% milli ára. Lýðfræðilegir þættir, þ.e. fólksfjölgun og breytt aldurssamsetning skýrir 1,5%.

Komufjöldi gefur ákveðna vísbendingu um magnaukningu en þó er mjög misjafnt hve mikið er gert við hverja komu. Í rammasamningnum sjálfum reiknast greiðslur til lækna út frá svokölluðum einingafjölda en læknisverk eru metin til eininga eftir umfangi. Þegar læknir á stofu hefur náð tilteknum einingafjölda upp í fastan kostnað fá sjúkratryggingar afslátt. Nettó einingar eru þær einingar sem sjúkratryggingar greiða fyrir, þ.e. þær einingar sem eftir standa þegar aflsáttareiningar hafa verið dregnar frá. Brúttó einingar eru heildarfjöldi eininga.

Tafla og graf hér á eftir sýnir sams konar samanburð og hér á undan nema nú er horft til nettóeiningamagns í stað komufjölda:

Hér á eftir kemur svo sambærileg tafla og graf fyrir nettó einingar, þ.e. einingarnar sem sjúkratryggingar greiða fyrir:


Eins og sést á töflunni er vöxtur nettóeininga milli ára 4,8% en vöxtur brúttóeininga var 5,1%. Einingafjöldinn hefur því aukist umtalsvert meira en komufjöldinn.

Að lokum sjást hér þrjár töflur yfir liðina rannsóknir á einkastofum og röntgenþjónustu. Einingafjöldi rannsókna á einkastofum hefur aukist milli ára. Þá hefur einingafjöldi og komur vegna röntgen aukist umtalsvert. Þessir liðir heyra undir sérstaka samninga en ekki rammasamning við sérgreinalækna. Hins vegar heyra þeir undir sama bókhaldslið, þ.e. lækniskostnað (08-206) hjá sjúkratryggingum.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica