Samantekt um heildarkomutíðni til sérgreinalækna

19.2.2016

Eftirfarandi myndir sýna heildarkomutíðni til sérgreinalækna, þ.e. ekki er skipt eftir sérgrein heldur skoðað hve oft fólk fer til læknanna almennt. Aðeins eru taldar með komur til sérgreinalækna sem starfa á einkastofum samkvæmt rammasamningi sjúkratrygginga við sérgreinalækna. 


Rannsóknir, röntgen og komur inn á sjúkrahús eða almennar heilsugæslustöðvar eru hér ekki meðtaldar. Heildarkomutíðni til lækna almennt getur því verið umtalsvert meiri þegar allt heilbrigðiskerfið er skoðað. Myndin sýnir komutíðnina árið 2015. Fyrir ofan hverja súlu er fjöldi sjúklinga sýndur. Langflestir eða 60.311 einstaklingar fóru aðeins einu sinni á árinu til sérgreinalæknis, 32.431 fóru tvisvar o.s.frv. 166 einstaklingar fóru oftar en 30 sinnum. Alls fóru 156.662 til sérgreinalæknis á árinu. Rúmur helmingur þjóðarinnar fór því aldrei til sérgreinalæknis.

Næsta mynd sýnir heildarkomutíðni til sérgreinalækna á árabilinu 2013-2015, þ.e. þriggja ára tímabil er skoðað í stað aðeins eins árs.


Heildarfjöldinn er nú talsvert meiri eða 236.963 samanborið við 156.662 einstaklinga þegar aðeins eins árs tímabil er skoðað.

Þann 1. janúar 2015 voru 329.100 einstaklingar búsettir á landinu. Fjöldi koma skiptist með eftirfarandi hætti á þriggja ára tímabili, 2013-2015:


Á skífuritinu sést að á þriggja ára tímabili leituðu 28% Íslendinga aldrei til sérgreinalæknis, 35% fóru einu sinni til þrisvar, 36% fóru fjórum til tíu sinnum, 10% fóru 11-30 sinnum en 1% þjóðarinnar fóru  31 sinni eða oftar.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica