Samantekt um afsláttarkort

26.2.2016

Sjúkratryggðir einstaklingar fá afsláttarkort þegar samanlagður kostnaður þeirra á einu ári fer yfir ákveðna fjárhæð. Eftirfarandi þjónusta fellur undir kerfið:

  • komur á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis
  • vitjanir lækna
  • komur á slysadeild, göngudeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa
  • komur/endurkomur á göngudeild sjúkrahúss vegna þjónustu annarra en lækna
  • komur til samningsbundinna sérfræðilækna utan sjúkrahúsa
  • komur til sérfræðilækna á göngudeild sjúkrahúsa
  • rannsóknir á rannsóknastofum
  • geisla- og myndgreining og beinþéttnimælingar
  • sérfræðiviðtöl hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Kostnaður vegna þjálfunar, lyfja, tannlækninga og ýmissar annarrar þjónustu er endurgreiddur/niðurgreiddur með öðrum hætti og veitir því ekki rétt til afsláttarkorts.

Yfirlit yfir greiðslur fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu með og ánafsláttarkorts má sjá hér:

Fjöldi útgefinna afsláttarkorta árið 2015 var um 79.700 en um 75.400 árið 2014. Fjöldi einstaklinga með afsláttarkort var rúmlega 83 þúsund sem skýrist af því að börn í sömu fjölskyldu eru saman með afsláttarkort. Um 6.000 börn voru með rúmlega 2.600 afsláttarkort árið 2015. Fjöldi einstaklinga sem kom til sérfræðilæknis árið 2015 var 156.662 svo ætla má að rúmlega helmingur þeirra hafi verið kominn með afsláttarkort í lok ársins. Fjölda útgefinna afsláttarkorta á tímabilinu 2000 – 2015, eftir mánuðum árið 2015 sem og samanburð við árið 2014 má sjá hér fyrir neðan. Á síðasta línuritinu má sjá kostnaðarhlutdeild sjúklinga, sem koma til sérgreinlækna árið 2015, eftir mánuðum. Eftir því sem líður á árið lækkar hún samhliða því sem einstaklingum með afsláttarkort fjölgar.

Mynd1

Það sem skýrir mikla fjölgun í útgáfu afsláttarkorta á milli ára 2006 og 2007 er að áður fyrr þurftu sjúkratryggðir einstaklingar að sækja sérstaklega um afsláttarkort en þegar það ferli var gert rafrænt þá fékk fólk sjálfkrafa afsláttarkort án þess að biðja sérstaklega um það.

Mynd2

Mynd3

* Aldraðir 67 t.o.m. 69 ára sem hafa engan eða skertan lífeyri
Aldraðir 70 ára og eldri  
Aldraðir 67 t.o.m. 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs
Aldraðir 60 t.o.m. 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris  
Atvinnulausir lengur en 6 mán. skv. vottorði  
Mynd4

Mynd5

Hluti sjúklings er að meðaltali 34,7% í janúar 2015 þegar um 1.500 afsláttarkort hafa verið gefin út en í desember 2015 er hluti sjúklings 23,5% þegar mun fleiri eru komnir með afsláttarkort. Meðalhluti sjúklings árið 2015 er 28,3%. Ef enginn afsláttur væri til staðar áætla SÍ að kostnaður sjúkratryggðra einstaklinga af komum til sérgreinalæknis væri um 2.600 milljónir króna eða um 480 milljónum hærri en raunin var á árinu 2015. Eins og áður kemur fram gildir afsláttarkort einnig fyrir aðra þjónustu. SÍ áætla að annar afsláttur einstaklinga vegna þjónustu sem fellur undir samninga SÍ, s.s. rannsóknir, myndgreiningu o.fl. sé um 120 milljónir kr. til viðbótar. Einnig gildir afsláttarkort fyrir aðra þjónustu, m.a. komur á sjúkrahús og heilsugæslu, en sá afsláttur er ekki inni í ofangreindum tölum.


Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica