Sálfræðiþjónusta

26.4.2021

  • SÍ lógó

Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísunum frá heilsugæslu.

Eftirfarandi kröfur eru gerðar:

  • Að fyrirtæki sé með starfsstofu sem uppfyllir skilyrði heilbrigðisyfirvalda til rekstursins.
  • Að fyrirtæki sé í meirihlutaeigu heilbrigðisstarfsmanna sem starfa við veitingu geðheilbrigðisþjónustu innan fyrirtækisins, í a.m.k. 80% starfshlutfalli.
  • Að þrír sálfræðingar að lágmarki starfi í 80%-100% starfi á stofunni.
  • Að sálfræðingar í 80% stöðugilda hafi a.m.k. tveggja ára starfsreynslu sem klínískir sálfræðingar.
  • Að þjónustuframboð sé á faglega breiðum grunni innan sálfræðinnar.
  • Að þjónustan sé veitt bæði börnum og fullorðnum.
  • Að sálfræðiviðtöl verði veitt bæði á starfsstofu og í formi fjarheilbrigðisþjónustu.

Fyrirhugaðir samningar verða gerðir til tveggja ára með möguleika á framlengingu.

Áhugasamir aðilar eru beðnir að senda tölvupóst á netfangið [email protected] þar sem fram kemur stutt kynning á fyrirtækinu, lýsing á gæðastefnu og hvernig ofangreindir þættir eru uppfylltir og eftir atvikum umfram þær kröfur.
Frestur til að lýsa yfir áhuga til viðræðna er til og með 12. maí nk.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica