Röng réttindastaða einstaklinga

25.1.2019

Einstaklingar hafa fengið ranga réttindastöðu í einstökum tilfellum vegna villu í tölvukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Unnið hefur verið að lagfæringu og réttindastaða einstaklinga verið lagfærð.  Þeir einstaklingar sem hafa ofgreitt fyrir heilbrigðisþjónustu vegna þessa mun berast endurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands. Beðist er velvirðingar á hugsanlegum óþægindum sem þetta kann að hafa valdið. 

 

Hafir þú frekari fyrirspurnir er hægt að senda tölvupóst á laeknareikningar@sjukra.is 

Einstaklingar geta skoðað greiðsluþátttöku sína í Réttindagátt www.sjukra.is

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica