Rammasamningur um tannlækningar

31.7.2018

  • Barn hjá tannækni stór

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) boða tannlækna til almenns kynningarfundar kl. 17:00-18:00 þriðjudaginn 7. ágúst 2018 í húsakynnum stofnunarinnar að Vínlandsleið 16. Tilefnið er fyrirhugaður rammasamn­ingur um tannlækningar aldraðra og öryrkja, sbr. auglýsingu á vef stofnunarinnar 13. júlí sl. og svo­kallaða forauglýsingu í stjórnartíðindum Evrópusambandsins 17. júlí sl.

Á fundinum munu fulltrúar SÍ sitja fyrir svörum og fara yfir þær breytingar sem samningnum er ætlað að tryggja, en einnig ræða möguleg álitamál og lagfæringar á fyrirliggjandi samningsdrögum.  Samningurinn tekur gildi 1. september nk., en frestur til að óska eftir aðild að honum rennur út 24. ágúst nk.  Fyrir þann tíma þarf því að vera búið að ganga endanlega frá rammasamningnum.

Sjúkratryggingar Íslands vonast til að sjá sem flesta tannlækna á fundinum.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica