Rammasamningur um gistiþjónustu á Akureyri

9.10.2015

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa gert rammasamning um kaup á gistiþjónustu á Akureyri fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Nú þegar hafa Hótel Akureyri og Gistihúsið Hrafninn gerst aðilar að samningnum. SÍ hlakka til samstarfsins og fagna þessari kærkomnu viðbót vegna aðgengis að heilbrigðisþjónustu á Akureyri.

Hótel Akureyri er 17 herbergja vel búið hótel þar sem rík áhersla er lögð á persónulega þjónustu. Herbergin eru með sér baðherbergi, sjónvarpi og þráðlausri nettengingu. Hótelið er staðsett steinsnar frá miðbæ Akureyrar. 


Hótel Akureyri – Hafnarstræti 67 – Sími 462 5600 


Gistihúsið Hrafninn er staðsett á besta stað í miðbæ Akureyrar. Í Gistihúsinu eru sex tveggja manna herbergi og eitt eins manns, öll mjög vel búin með sér baðherbergi, heilsurúmum, sjónvarpi og þráðlausri nettengingu. Einnig er sameiginlegt eldhús til afnota fyrir gesti. 

                   

Gistihúsið Hrafninn – Brekkugötu 4 – Sími 462 5600

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica