Nýtt einingarverð fyrir rammasamning hjúkrunarheimila á árinu 2018

24.1.2018

Rammasamningur er í gildi milli Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila. Samningurinn tekur til þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila sem ekki eru með fastar fjárveitingar. Markmið samningsins er að tryggja öldruðum og/eða fjölveikum einstaklingum einstaklingsmiðaða, heildræna og örugga þjónustu á hjúkrunarheimilum.

Nú hefur verið reiknað út nýtt einingarverð fyrir samninginn og er það 108,69 kr. fyrir árið 2018. Einingarverðið fyrir árið 2017 var 105,01 kr. og hækkun milli ára er því 3,50%.

Ástæður þess að einingarverðið kemur ekki fram fyrr eru fyrst og fremst þær að samið var um það árið 2016 að byggt yrði á mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins á hækkunum í kjarasamningum ríkisstarfsmanna á árinu sem einingarverðið á að gilda fyrir. 

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica