Ráðstöfun 1,1 milljarðs króna á næstu tveimur árum til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga
Umfangsmiklar lækkanir á útgjöldum sjúklinga voru kynntar á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra í gær, 19da desember. Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. Nánari upplýsingar má finna hér.