Persónuverndarfulltrúi SÍ
Elsa Gísladóttir hefur verið skipuð persónuverndarfulltrúi SÍ og tekur hún við starfinu þann 1. mars. nk. Elsa hefur gegnt lykilhlutverki í innleiðingu persónuverndarreglna hjá SÍ á síðasta ári og er því vel að starfanum komin. Frá 1. febrúar á síðasta ári, hefur Erla S. Árnadóttir hrl. hjá lögmannsstofunni LEX sinnt verkefnum persónuverndarfulltrúa og færa SÍ henni bestu þakkir fyrir. Við óskum Elsu velfarnaðar í þessu nýja hlutverki.“