Nýtt fjármögnunarkerfi heilsugæslu á landsbyggðinni

24.2.2021

Um síðustu áramót tók gildi nýtt fjármögnunarlíkan fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni. Þetta er liður í að innleiða þjónustutengda fjármögnun heilbrigðisþjónustu um allt land í samræmi við Heilbrigðisstefnu til ársins 2030. 

Nýja kerfið byggist í meginatriðum á sömu þáttum og liggja til grundvallar fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sem innleitt var árið 2017 og hefur gefið góða raun. Markmiðið er að auka gæði og skilvirkni þjónustunnar og stuðla að því að grunnheilbrigðisþjónusta sé veitt í sem mestum mæli á heilsugæslustöðvum.

Sjá nánar á stjornarradid.is

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica