Nýr samningur vegna heimahjúkrunar langveikra barna

29.11.2019

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa undirritað samning við sjö hjúkrunarfræðinga í samstarfi við Landspítalann um að veita heimahjúkrun til langveikra barna á höfuðborgarsvæðinu. Hjúkrunarfræðingarnir sem taka að sér þjónustuna störfuðu áður hjá Heilsueflingarmiðstöðinni við hjúkrun barna í heimahúsum. Landspítalinn mun leggja til teymisstjóra sem tekur við beiðnum um heimahjúkrun, forgangsraðar og setur í viðeigandi farveg.

Samningurinn gildir í eitt ár og verður samningstíminn nýttur til að vinna að framtíðarskipan þjónustunnar m.a. með það fyrir augum að samþætta hana við aðra þjónustu sem styður við búsetu í heimahúsum.

Hvað geðhjúkrun barna varðar hafa komið fram ábendingar fagaðila á þessu sviði, að geðþjónustu við börn sé best sinnt af þverfaglegu teymi. SÍ hafa hafið viðræður við helstu fagaðila á þessu sviði í því augnamiði að endurskilgreina þjónustuna út frá faglegum sjónarmiðum og þörfum notenda.

Teymisstjóri heimahjúkrunar barna tekur við öllum beiðnum um hjúkrun barna og kemur þeim í viðeigandi farveg.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica