Nýr samningur um þjónustu hjúkrunarheimila
Sjúkratryggingar Íslands, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa skrifað undir samninga um þjónustu hjúkrunarheimila næstu 2 ár. Samið er við hvert hjúkrunarheimili fyrir sig og eru samningarnir samhljóða. Auk almennra samningsskilmála Sjúkratrygginga Íslands er í meginatriðum byggt á eldri samningi aðila sem rann út í árslok 2018. Hækkanir á gjaldskrá eru samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020. Á samningstímanum munu aðilar vinna saman að greiningu á raungögnum um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila.