Nýr samningur um augasteinsaðgerðir

7.9.2020

  • SÍ lógó

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Íslands og LaserSjónar ehf. um augasteinsaðgerðir fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Einstaklingar sem fá þjónustu samkvæmt samningnum þurfa að uppfylla sömu skilyrði fyrir aðgerð og giltu í fyrri samningi um augasteinsaðgerðir. 

Samningurinn er gerður til eins árs og gildir frá 1. september sl. Hann er gerður í kjölfar verðfyrirspurnar þar sem óskað var tilboða í framkvæmd 600 augasteinaðgerða á 12 mánaða tímabili.

Í ljósi hagstæðs tilboðs skapast svigrúm til að fjölga aðgerðum á árinu um allt að 10-15%.

Með staðfestingu ráðherra hefur samningurinn öðlast gildi og eru þá þrír aðilar sem framkvæma augasteinsaðgerðir með greiðsluþátttöku hins opinbera, þ.e. Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri og LaserSjón.

Til baka

 


Language:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica